Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Virðingavert.

Helgi Hóseasson hefur verið hluti af hverfinu, ekki spurning um það. Það sagði einhvertímann við mig kona úr hverfinu að það mætti stilla klukkuna eftir honum, hann væri þarna alltaf.

Í dag eiga allir að vera eins og það er raðað sérfræðingum á fólk sem er "öðruvísi".

Í framtíðinni verða trúlega fátt um menn sem setja svip á bæjarlífið, svona eins Helgi, Haukur pressari, Libbi og Óli blaðasali. 


mbl.is Unglingar heiðra Helga Hóseasson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar var hæfileikaríkasta fólk landsins !

Í viðtali við Ármann Þorvaldsson í Íslandi í dag í kvöld sagði hann að í bankana hefði sogast hæfileikaríkasta fólk landsins.

Var það virkilega þannig ?

Ef bankarnir hefðu bara verið með meðal-Jóninn hefði þjóðin kannski ekki lent í þessum hörmulegu hremmingum ? 


"Skilaboðaskjóða" Sjálfstæðisflokksins.

Mikið var hún skemmtileg skilaboðaskjóða Sjálfstæðisflokksins. Hún kom með skilaboð beint frá saltfiskverkandanum í Þorlákshöfn og vinkonunni á Suðurnesjum sem vildi helst að Reykjanesið yrði rifið frá meginlandinu, því þau gætu alveg séð um sjálf þarna suðurfrá.

Hún lagði fram tillögu um að ná fram þingsáttum, að þingmenn ynnu saman að uppbyggingu.

Skemmtileg tillaga frá Ragnheiði Elínu eftir að hún var búin að hakka vel í félaga sína.


Þetta gæti verið andlitsskjól !!

Regnhlíf sem þessi gæti hentað vel fyrir "útrásarvíkinga" ef hún væri svört með smá götum fyrir augun.

Þá gætu þeir ferðast án þess að verða fyrir aðkasti gjaldþrota Íslendings.

Það heyrast sögur um að þeir hafi þurft að forða sér af vettvangi, þar sem meðal annars hefur verið hent í þá konfekti.

Þetta gæti verið andlitsskjól !! 


mbl.is Ný regnhlíf vekur kátínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju getur Ríkisstjórnin ekki drukkið Íslenskt kranavatn ?

Ég verð nú að segja að ég fyllist reiði þegar ég sé Ríkisstjórnina funda og það áður en ég heyri hvað þeir funda um.

rennandi_vatn.jpg

Hvað er að því að fá vatn úr krana sem að sett er í könnu ?

Hvers vegna þetta bruðl að drekka vatn úr plastflöskum ?

Ég er alveg viss um að Ríkisstjórnin hefur ekki litið sér nær í sparnaðnum.

Íslenskt vatn, já takk, og það úr krananum ! 


Allt í einu kominn vetur.

"Hornstrandarfarar" leggja víðar land undir fót en á Hornströndum.

dscn3610.jpg

Í gær laugardag var gengið um Ölkelduháls.

Gengið var um hverasvæði og komið niður í Reykjasal.

dscn3609.jpg         

 

 

 

 

Ísland var fallegt, andstæðurnar voru þarna ríkjandi. Snjórinn var meiri en við áttum von á. 

dscn3611.jpg

Eiga ekki allir að spara ?

Í fréttum sjónvarpsins í kvöld sáum við hvar ráðherrar óku í sínum eðalvögnum til Bessastaða.

Hvar er sparnaðurinn núna ?

Á ekki að sameinast um bíla?

Hversvegna er ekki hægt að keyra ráðherra um í ódýrari bílum ?

Ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur þegar ég sá þennan flotta flota ráðherrabíla.

 


Á ekki að skila þeim ?

Ég hélt að það ætti að skila þessum orðum.  Gæti að vísu verið erfitt fyrir orðuþega að skila eftir andlát. Ættingjar vita það kannski ekki, já eða að ættingjar sjá "gróða" í að selja orðurnar.

Hvern langar að eiga svona orðu, fatta það ekki alveg. 


mbl.is Stórriddarakross með stjörnu falur á 270 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband