Nei takk !

Þá látum við hlið á Álftanesið og þeir borga inngöngu í okkar BORG.Sameining hlýtur að verða þannig að skuldir Álftnesinga blandist okkar skuldum hér í Reykjavík. Höfum við eitthvað aflögu til þess herra borgarstjóri. Mínar skuldir sem borgarbúi eru miklar og ég myndi þiggja betri þjónustu fyrir þá borgarbúa sem standa í biðröð við Mæðrastyrksnefnd áður en við tökum að okkur skuldir annarra sveitarfélaga.
mbl.is Tilbúið til viðræðna um kosti sameiningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Það er sáralítill munur á skuldum Álftnesinga og Reykvíkinga þegar Reykjavík gerir upp bókhald sitt með sama hætti og Álftanes.

Álftanes á aftur á móti náttúruperlur steinsnar frá miðbænum.

Fólk hefur talað um Álftanes um hríð af mikilli vanþekkingu og er illa upplýst um fjárhagsstöðu þess og verðmæti.

Skúli Guðbjarnarson, 24.6.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já þú segir nokkuð. Við eigum líka margar náttúruperlur hér í Reykjavík.

Skúli ef við skuldum jafnmikið og Álftanes og þá sniðurgt að bæta þessu saman.

Þó ég sé ekki góð í stærðfræði veit ég að mínus og mínus gera alls ekki plús í skuldum Reykvíkinga og Álftnesinga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.6.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Bogi Jónsson

Það verður raunin, Reykvíkingar fá nefnilega hlið á álftanesi, eða réttara skrifað Jörðina Hlið á Álftanesi

sjá nánar: www.1960.is

mér líst vel á að Gnarra Álftanes

Ps. þeir fá líka forsetann

Bogi Jónsson, 24.6.2010 kl. 18:58

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Nei nei Bogi ég trúi ekki að til þess komi. Hlið kemur áfram til með að tilheyra ykkur þarna á Álftanesinu Bogi. Því trúi ég.

Gæti Gnarrinn kanski haft þarna DÝRAGARÐ ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.6.2010 kl. 19:51

5 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Reyndar gerir mínus og mínus plús í margföldun t,d

2 * -3 = (-1)(2)(-1)(3)

-2 * -3 = (-1)(-1)(2)(3)

-2 * -3 = (-1)(-1) * 6

En ég veit að þetta er útúr snúningur, afsaka það, ég bara varð.

Ottó Marvin Gunnarsson, 24.6.2010 kl. 21:01

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já Marwin en ekki í skuldum Reykvíkinga og Álftnesinga eins og ég nefndi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.6.2010 kl. 21:08

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah er ekki einu sinni hægt að tæla þig til samþykkis með því að bjóða þér forsetann hahah þú ert nú ótrúleg Guðrún Þóra. Vona að þú sért hress og kát kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.7.2010 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband