Ég fékk bréf frá Hönnu Birnu.

Inn um póstlúguna mína í dag kom bréf frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Ég hef aldrei fengið bréf frá henni áður en ég hef sent henni bréf og hún virti mig ekki viðlits. Svaraði ekki.

Ég hef fengið bréf í hverri viku frá Hönnu Birnu, en það bréf hefur verið á tölvutæku formi, komið í veffangið mitt og trúlega ekki kostað mikið.

Ég las það tvisvar sinnum en síðan hef ég sett það í ruslatunnuna.

Hanna Birna er mjög ánægð með verk sín segir hún í bréfinu og vill halda áfram að vinna að sínum góðu verkum. Það er að sjálfsögðu mjög gott að hún er ánægð með sig og sína vinnu en ég er það alls ekki.

Það er margt sem ég hef reynt að að koma til yfirvalda  í Ráðhúsinu en það er engin nennt að hlusta.

Sem starfsmaður borgarinnar finnst mér mjög margt sem að mætti laga.

Finnst Borgarstjóra þjónusta hennar við eldri borgara framúrskarandi ?

og skólarnir eru þeir framúrskarandi ? 

Ef svo er finnst mér eins og Borgarstjóri viti alls ekki hvað er að gerast í þessari borg.

Það er langt frá því að ástandið sé framúrskarandi Hanna Birna, því miður.

Ég veit að það eru margar hliðar á öllum málum og þessu líka, en betra væri að spara stóryrðin og fylgjast með hvað er að gerast í Borginni.

Hver ætli greiði fyrir þessa póstsendingu Hönnu Birnu, ég vona að það hafi ekki verið við hér í Reykjavíkurborg.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband