Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Gott mataræði gefur betri líðan !

Hvað er hollt og hvað er ekki hollt er stóra spurningin. Ætli henni verði nokkurn tímann svarað ?

Það sem er hollt í dag er óhollt á morgun og við sitjum eftir með spurninguna hvað eigum við að borða?

Það sem einum líður vel af líður öðrum illa af og þannig verður það og mun verða um ókomna framtíð, sama hvað við reynum að telja fólki trú um.

Hlutirnir eru rifnir úr samhengi og má þar til dæmis nefna "súkkulaðikönnunina"  fyrir páska. Þá var talið að 6 grömm af súkkulaði á dag væri hollt, því fylgdi svo margt annað.  Núna eru það margir sem telja sér og öðrum trú um það að súkkulaði sé hollt.

Sannleikurinn um mat verður seint upplýstur og spurningin hvort nokkur vilji heyra hann.


mbl.is Ávextir hindra ekki krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk ætti að skammast sín !

Alveg finnst mér það ótrúlegt hvað viðvaranir eru lítið virtar. Þetta á jafnt við um vegalokanir og lokanir vegna eldgoss.

Það er kannski hægt að afsaka ferðamennina sem skilja ekki íslensku.

Það er eins og fólk haldi að þetta sé grín. Það eru orðnir margir sem að hafa þurft á hjálp vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi.

Fólk ætti að skammast sín. Það er verið að eyða fúlgum af peningum og tíma fólks til að bjarga fólki sem hunsar viðvaranir. Af hverju er fólk ekki rukkað fyrir björgunarþjónustu ?


mbl.is Ferðamenn festu sig á Öxi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi.

Ég vona svo sannarlega að Álfheiður viti hvað hún er að gera í þessu máli. Þetta hljómar eins og stormur í vatnsglasi í mín eyru.

Það hljómar alla veganna rétt að leita ráða og margir mættu taka sér það til fyrirmyndar í stjórnsýslunni.

Þetta eru einkennadi "kvennavinnubrögð" með allri virðingu fyrir konum.


mbl.is Ráðherra ætlar að áminna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband