Eru endurskinsmerkin eitruð ?

images-3_934583.jpgÞað mætti halda að endurskinsmerki væru eitruð, því það er varla að þú sjáir nokkra manneskju nota endurskinsmerki.

Í morgun þurfti ég að fara úr Vesturbænum alla leið inni í Skeifu(mér finnst það langt). Það var dimmt í morgun eins og undanfarna morgna. Fólk veður yfir götuna hvar sem það kemst í kolsvörtum fötum og engin með endurskinsmerki.

Hvað er að fólki hvernig dettur því í hug að fara út án endurskinsmerkis í þessu myrkri ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl vertu og mæltu manna heilust. Ég hef einmitt verið að undrast hvað margir eru dökkklæddir og illa sýnilegir. Vantar auðvitað endurskinsmerkin. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.11.2009 kl. 00:14

2 identicon

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér um daginn.  Ég var að keyra um borgina og átti erfitt með að skilja hversvegna allt þetta gangandi fólk væri svo umhugað að ganga um í "felulitum".  Eitt sinn voru nánast allir með endurskinsmerki og heilmikil umræða í fjölmiðlum varðandi notkun þeirra.  Svo fengust þau nánast allsstaðar.  Hvað hefur breyst?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband