Hverjum dettur í hug önnur eins vitleysa ?

images-3_934250.jpgÞað að leyfa sér að hugsa slíka hugsun að hvetja aðra til að sparka í fólk með ákveðin háralit er alveg ótrúleg.  Þvílík siðblinda.   Ég legg til að fólk hvetji aðra til að faðma mann og annan á morgun, það getur glatt.
mbl.is Ekki gott að sparka í annað fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sennilega er mesta vitleysan að trúa öllu sem maður les á netinu og hvað þá að taka það bókstaflega.  Með því að taka þetta upp og mótmæla þá eru ekki að vinna gegn þessari hegðun heldur í raun að auglýsa hana og láta þessa hugsun fá byr undir báða vængi.  Eins og til dæmis fréttaflutingur af hryðjuverkum er einn helsti hvati hryðjuverka í heiminum.

Einar Þór Strand, 19.11.2009 kl. 20:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir þetta með faðmlögin. Verðurðu heima á morgun?

Árni Gunnarsson, 19.11.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Árni góður hér

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2009 kl. 21:45

4 identicon

Ég trúi ekki hvað þetta hefur fengið mikla umfjöllun - þetta hefur eflaust verið einhver brandari milli vina fyrst, held að maðurinn hafi verið kærður.

Við lifum á það siðmenntuðum tímum að ég tel litlar líkur á að allir rauðhærðir komi með marbletti heim á morgun, ég fór í þetta event sem lítið skot á félaga minn....

Kristinn (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 22:11

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Því miður hef ég heyrt um börn sem hræðast að fara í skólann á morgun. Það gagnar víst lítið að tala um vitleysu því það trúa þessu margir.

Árni ég verð heima....

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.11.2009 kl. 23:37

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

ú la la... :- )

Ólafur Þórðarson, 20.11.2009 kl. 01:04

7 Smámynd: Anna Guðný

Ég á ekki rauðhærð börn. Mætti þó með mínum í skólann í morgun til að sjá hvernig væri tekið á þessu. Er ánægð með viðbrögð skólans og vona að þetta hafi verið tekið fyrir á heimilum í gær. Veit að allavega einn skóli hér á Akureyri hafði óskað eftir því að foreldrar sem hefðu tök á mættu með börnunum sínum í morgun. Meira til að fyrirbyggja en hið besta mál samt.

Það veit enginn hvað svona múgæsing á netinu getur afkastað. Betra save en sorry.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 20.11.2009 kl. 09:25

8 identicon

Ég á eftir að sparka svo fast í þig helvítis gingerinn þinn!

gunni hass (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 09:26

9 Smámynd: Krizzi Lindberg

Æj, nei hættið nú! Aðeins í ykkar litla hysteríska heimi er "kick a ginger" brandarinn einhverskonar alvöru ógn! Í hverskonar heimi lifið þið þarsem þið haldið að þið þurfið að brýna það fyrir fólki að það er ljótt að sparka í annað fólk? Við vitum það, allir sem eru ekki siðblindir vita það og veistu, meirisegja krakkar vita það. Ef krakkar verða fyrir einelti vegna dagsins, þá er það eitthvað annað sem er bakvið það en einhver brandari sem kom fram á facebook.

Ég spyr, hverjum dettur í hug önnur eins vitleysa?

Krizzi Lindberg, 20.11.2009 kl. 09:31

10 Smámynd: Anna Guðný

Það skiptir engu máli hvort það sé eitthvað annað sem er á bak við. Ef að það að við sem foreldrar erum að spjalla við börnin okkar um þetta og sýnum áhuga á því sem er að gerast í skólanum verður til þess að einu barni er ekki strýtt, ja þá er ég ánægð.

Anna Guðný , 20.11.2009 kl. 09:42

11 identicon

Ég mun aldrei sparka í "ginger" ég vill ekki smitast.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:11

12 identicon

Haha ertu ekki að grínast. Þetta var meinlaus kaldhæðni sem aðrir jú taka meira alvarlegra en sumir.. en það er ekki okkar vandamál.. það getur komið fyrir í hverju sem er .. bara djöfulsins helvítis paranoia .. drullist bara með börnin ykkar í skólann rauðhærð eða ei.. og ef eitthvað gerist þá er það brottvik geranda og feit flott kæra. Skil ekki hversu ógeðslega " uptight "fólk getur stundum verið.. slakaðu á hringvöðvunum og þegiðu.!

manni (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 10:24

13 identicon

Þið meigið gera lítið úr þessu og kalla þetta brandara ef þið viljið, en einelti er raunverulegt vandamál og þetta ýtir bara meira undir það. Erlendis hefur þetta orðið svo slæmt að það hefur þurft að kalla til lögreglu. Hér eru tvær fréttir um þennan dag, ein á youtube og hin í Kanadísku blaði. Báðar eru frá því í fyrra.

Kristinn (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:09

14 Smámynd: halkatla

Þetta er heimskulegt fjölmiðlafár og ekkert annað, sem átti uppruna sinn á dv. Núna eru allir hinir fjölmiðlarnir líka búnir að auglýsa þennan "spörkum í rauðhærða dag"  hástöfum í marga daga og persónulega er mig farið að langa til að sparka í einhvern - ekki endilega einhvern rauðhærðann samt. Ég hvet alla til þess að láta annað fólk bara í friði hvort sem það er rauðhært eða ekki. Það er heimskulegt að hampa eða draga úr fólki útfrá háralit. Rauðhærðir mega líka taka þetta til sín og hætta athyglissýkinni sem hrjáir þá marga hverja vegna hársins.

halkatla, 20.11.2009 kl. 12:55

15 identicon

Voðalegt væl er þetta, þetta er bara einn dagur, jeez...

Arngrímur (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 17:48

16 identicon

Sama hvað margir segja um þennan ferlega dag þá er þetta nú staðreynd að í dag var sparkað og lamið í rauðhærð börn og í skólanum sem ég vinn voru gerendur hreinlega reknir heim og það nokkrir. Dæmi voru um að eldri nemendur spörkuðu í litlu krakkana vegna háralits.  Finnst ykkur þetta bara vera kellingavæl????

Þannig að þið sem segið að þetta sé bara grín og bull þá ættuð þið ef til vill að íhuga það, ef þið eigið börn að þau hafi allt eins getað verið gerendur í dag.Sérstaklega þegar skoðun ykkar á þessu er svona, þá mætti spyrja hver er að ýta undir og viðurkenna hvað??????

Svo er líka stórmerkilegt að einhverjum detti svona vitleysa í hug þó það eigi að vera grín.  

Á þá næst að sparka í lágvaxna eða ljóshærða??? Maður spyr sig.

Óskin (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 19:15

17 Smámynd: hilmar  jónsson

Já látum vera með að slá í höfuðið á sköllóttum einu sinni á ári, en þetta er kannski of....

hilmar jónsson, 20.11.2009 kl. 19:43

18 Smámynd: Jens Guð

  Ef ég hef náð þessu rétt var 11 ára strákur í Bandaríkjunum sem setti þetta inn sem grín á Facebook og teiknimyndaþáttur sem kallast South Park tók það upp.  Í dag var 10 nemendum í Mosfellsbæ vísað úr skóla vegna ofsókna þeirra í garð rauðhærðra skólasystkina.  Skólastjórinn sagði að þetta hafi þó ekki verið neitt alvarlegt.  Bara líkamlegt ofbeldi.  Sjá:  www.jensgud.blog.is.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband