Launuð nefnd ?

Það kemur strax upp í hug minn hvort að þetta sé launuð nefnd og í henni  komi til með að sitja "vinirnir" og/eða "flokksbræður".

Hvað ætli margar nefndir séu til ?

Hvað ætli það séu margar nefndir sem eru lítið eða ekkert að gera, annað en að þiggja nefndarlaun ? 

Margar nefndir eru launaðar, já ef ekki flestar og vinnan fer fram í launuðum vinnutíma. Það er að nefndarmenn þiggja laun annarstaðar samtímis.

Ég óska þessari nýju endurskoðunarnefnd farsældar og vona að hún komi til með að skila árangri. 

 

 


mbl.is Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki sannfærður um árangur. Hef meiri trú á laununum!

Árni Gunnarsson, 23.10.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Guðrún Þóra !

    Þú getur reitt þig á það , að þessi nefnd er langt því frá launalaus , og ég hef marg sinnis bloggað um bruðlið hjá þinginu í gegn um árin hvað þessum "blessuðum" nefndum viðvíkur , en ég veit ekki hve margar nefndirnar eru í dag , en snemma á árinu 2002 voru "blessaðar" þingnefndirnar aðeins níuhundruð og þrjátíu .

    Get bætt því við , þér til hugarhægðar , að sumar þeirrra komu aldrei saman , nefndarmenn þáðu aðeins laun .

Hörður B Hjartarson, 23.10.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já, dapurt er það. Núna er komið að loforðum um sparnað og gagnsæi. Það væri þó hægt að snúa þessu við og setja alla þjóðina í nefnd.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.10.2009 kl. 18:51

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já satt segir þú Þóra , alla í nefnd - nefndu það .

Hörður B Hjartarson, 25.10.2009 kl. 12:06

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri ágætt að yfirfara nefndir á vegum ríkisins, skoða hverjar þeirra eru algjörlega verklausar en þiggja laun.   Og hvaða nefndir eru gjörsamlega áhrifalausar, hafa verið settar á stofn til að koma vinum og vandamönnum í launastörf.   Ég er viss um að þarna mætti spara nokkrar milljónir.  Það þarf að ganga í þetta mál.  Hvernig væri að blaðamenn færu á stúfana?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ásthildur !

    Mæl þú manna heilust , þetta mætti , og ætti að rata beint í Silfrið , hvar eru eyrun á Agli H.

Hörður B Hjartarson, 7.11.2009 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband