Fríkirkja !

Verða þeir ekki að kljúfa kirkjuna þarna á Selfossi og stofna Fríkirkjusöfnuð ?

Mér finnst mjög alvarlegt að alþingismenn og aðrir lýsi því að stúlkurnar sem að kærðu strok prestsins séu hafðar fyrir rangri sök.

Skilaboð þeirra sem að eru að senda stuðning við séra Gunnar eru þar með að segja að þær hafi ekki sagt satt.

Þannig var það líka þegar Séra Ólafur Skúlason, blessuð sé minning hans, var sagður alsaklaus.

Getur virkilega verið að innan kirkjunnar sé slík siðblinda ennþá í gangi ?

Ég hræðist þetta athæfi á Selfossi, mér finnst ekki góður ilmur af þessu. 

Vonandi eru þeir sem eru að hrópa um stuðning sjálfir með hreinan skjöld. 


mbl.is Hörð gagnrýni á biskupinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Þetta mál skiptir sóknarbörnum hér á selfossi svolítirð í tvær fylkingar, þó ég haldi að það sé meirihluti fyrir því að séra Gunnar verði ekki lengur prestur hér, þar sem fólk treystir honum ekki.  Hitt er svo að það er hér líka hópur fólks sem vill hafa séra Gunnar áfram. 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 16.10.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það eru líka oft margar hliðar á hverju máli Kristján. Ég sárvorkennni þessum stúlkum sem voru svo óhepnar að þegar þær loksins þorðu að segja sannleikann var málið fyrnt.

Á þeim rökum er ekki hægt að segja að prestur sé saklaus. Alla veganna legg ég ekki þá merkingu í orðin.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.10.2009 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband