Það er enn og aftur verið að koma "fólki fyrir"

Það eru sorgleg þessi vinnubrögð þegar verið er að koma fólki fyrir. Einhvernvegin vonaði maður að ástandið yrði betra eftir hrun, en því miður heldur leikurinn áfram.

Núna var verið að koma Runólfi fyrir .

Alveg er það öruggt að koma á Ingibjörgu Sólrúnu fyrir á Akranesi, trúlega búið að lofa henni því.

Það er alveg sama hvað "fólkið þeirra"  gerir og hverju það klúðrar, því er alltaf lofað gull og grænum skógum.


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta mál er mjög afhjúpandi fyrir fúskið sem viðgengst á stjórnarheimilinu. Ég er ennþá að bíða eftir að vera tilkynnt hvort ég fái starfið eða ekki. Frétti reyndar af ráðningu Runólfs í fjölmiðlum eins og aðrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 13:39

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já Guðmundur þetta er afar "skítug" vinnubrögð. Svo er það alveg lágmark að láta fólk ekki vita, Nýja Ísland er því miður "frekar subbulegt".

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.7.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þessum "millum" verður velt út til okkar til greiðslu strákar mínir - tussufúlt þetta þó ekki sé dýpra í árina tekið / afsakið oðrbragðið

Jón Snæbjörnsson, 29.7.2010 kl. 14:06

4 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skítug eru þau börn uppreisnarinnar og Evu (Jolie)

Óskar Guðmundsson, 29.7.2010 kl. 14:07

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ætli Eva viti af þessu ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.7.2010 kl. 14:34

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er raunalegt að sjá hvernig allt er óbreytt.

Þrátt fyrir allt sem upplýst hefur verið um aðdraganda bankahrunsins og alla þá botnlausu spillingu sem upplýst var og er á allra vitorði. Og þrátt fyrir alla umræðuna sem síðan hefur verið í gangi.

Og þrátt fyrir að þetta fólk ætti að muna aðdragandann að falli fyrri ríkisstjórnarinnar sem hraktist frá og öllum er enn í fersku minni sá aðdragandi þá er kjósendum storkað og óskammfeilnin er að aukast. 

Árni Gunnarsson, 29.7.2010 kl. 23:42

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fann bréfið með tilkynningu um ráðninguna, það var í póstkassanum sem ég var ekki búinn að athuga í tvo daga. En það er dagsett þremur dögum eftir að þetta hafði verið tilkynnt opinberlega, sem mér þykir ámælisvert.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2010 kl. 01:49

8 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Því miður , þá verð ég að vera  lega sammála ykkur , ég held að eini staðurinn , þar sem mér verður komið fyrir á (eða í) , er kirkjugarðurinn , þegar þar að kemur  - en það lifir nú lengst sem leiðast er .

Hörður B Hjartarson, 30.7.2010 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband