Skinka

Skinka er innanlærisvöðvi af  svíni sem getur verið ný, söltuð eða réttreykt
Stundum er bógur hreinsaður  og  seldur á sama hátt og skinka.
 
Síðan hafa margir farið frekar frjálslega með orðið Skinka,
ég hef séð kjúklingaskinku, lambaskinku,
Sparnaðarskinku og  skólaskinku. Ekkert af þessu hefur neytt með svínavöðva að gera því svínavöðvi kostar peninga og kemur ekki inn á heimili okkar ef við erum að spara, því hann er spari.
Skinka er hreinn vöðvi og er alls ekki skinka þegar búið er að tæta hann og pressa með öllum þeim hjálparefnum sem þar þarf til.
 
Síðan hef ég heyrt um "skinkur" kvenkyns, sem einhver sagði mér að væri svona eins og ljóska. Í mínum huga hlýtur kvenkynsskinka að vera eitthvað fínt og flott því að það er svínavöðvinn.

_skinkerl.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

svo er það Bónus skinka en hún er lélegust allra "skinkna"

Jón Snæbjörnsson, 28.4.2010 kl. 13:50

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já og hefur trúlega aldrei komið nálægt Grís, eða lítið alla vegana.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.4.2010 kl. 14:10

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

voru þetta ekki "vinir" fyrir ekki svo löngu

Jón Snæbjörnsson, 28.4.2010 kl. 14:16

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Var það ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.4.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband